4 jún. 2011Strákarnir í U18 leika til úrslita á NM á morgun kl. 09:15 að íslenskum tíma þó að liðið hafi tapað fyrir Finnum í dag 81-95. Ágætur gangur var í íslenska liðinu í fyrri hálfleik og leiddu þeir 49-42 í hálfleik. En í upphafi seinni hálfleiks kom frábær kafli hjá Finnum og breyttu þeir stöðunni í 52-65 og leiddu Finnar 65-78 fyrir lokaleikhlutann. Strákarnir náðu að minnka muninn í þriðja og var hann kominn í tvö stig 76-78. En nær komust þeir ekki en næstu sjö stig voru Finnana og unnu þeir að lokum 81-95. Stigahæstur hjá Íslandi var Emil Karel Einarsson með 16 stig. Umfjöllun um leikinn á [v+]http://karfan.is/frettir/2011/06/04/finnar_nyttu_ser_vaerukaerd_islenska_lidsins [v-]Karfan.is[slod-] Myndasafn úr leiknum á [v+] http://karfan.is/myndir/myndir/id/799 [v-]Karfan.is[slod-] Leikurinn í tölum: Flest stig: Emil Karel Einarsson - 16 Flest fráköst: Emil Karel Einarsson - 8 Flestar stoðsendingar: Valur Orri Valsson - 5 Flestir stolnir boltar: Matthías Orri Sigurðarson - 3 Flest varin skot: Kristófer Acox - 2 Hæsta framlag: Emil Karel Einarsson - 21