3 jún. 2011Stelpurnar í U16 töpuðu fyrir Svíþjóð 53-38. Slæmur kafli frá því um miðjan annan leikhluta fram í þann þriðja varð liðinu að falli en þá skoruðu Svíar 33 stig gegn aðeins tveimur frá Íslandi. Liðið byrjaði vel og var mikill kraftur í stelpunum. Þær leiddu 16-9 en þá hófst þessi afleiti kafli og Svíarnir skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Þrátt fyrir hetjulega baráttu hjá stelpunu að vinna upp muninn dugaði það ekki og tap staðreynd. Stigahæst hjá Íslandi var Aníta Kristmundsdóttir Carter með 18 stig. Umfjöllun um leikinn á [v+] http://karfan.is/frettir/2011/06/03/thurrkurinn_of_langur_hja_sextan_ara_stelpunum [v-]Karfan.is[slod-] Myndasafn úr leiknum á [v+] http://www.karfan.is/myndir/myndir/id/797 [v-]Karfan.is[slod-] Leikurinn í tölum: Flest stig: Aníta Kristmundsdóttir Carter - 18 Flest fráköst: Sara Rún Hinriksdóttir og Andrea Björg Ólafsdóttir - 9 Flestar stoðsendingar: Aníta Kristmundsdóttir Carter og Ingunn Embla Kristínardóttir - 1 Flestir stolnir boltar: Aníta Kristmundsdóttir Carter - 3 Flest varin skot: Sara Rún Hinriksdóttir - 2 Hæsta framlag: Aníta Kristmundsdóttir Carter - 18