3 jún. 2011Sextán ára lið drengja tapaði fyrir Svíþjóð 80-70 í dag. Leikurinn var skemmtilegur og jafn í fyrri háfleik. Í þeim seinni dróg aðeins milli liða en íslensku strákarnir náðu að minnka muninn með hetjulegri baráttu í fjórða leikhluta. Munurinn fór niður í sex stig en Svíarnir voru sterkari á ögurstundu og kláruðu leikinn. Ísland reyndi allt til að minnka muninn og Svíarnir bættu við á línunni í lokin. Erfiðlega gekk að skora inní teig en sterkur varnarmúr sænsku varnarmanna gerði okkar mönnum erfitt fyrir. Maciej Baginski var stigahæstur hjá Íslandi með 23 stig. Myndband með svipmyndum úr leiknum á Youtube-rás [v+]http://www.youtube.com/watch?v=fq_r2iO3PNc [v-]KKÍ[slod-] Leikurinn í tölum: Flest stig: Maciej Baginski - 23 Flest fráköst: Maciej Baginski - 9 Flestar stoðsendingar: Dagur Kár Jónsson og Maciej Baginski - 2 Flestir stolnir boltar: Maciej Baginski og Oddur Kristjánsson - 2 Flest varin skot: Ekkert varið skot í leiknum - 0 Hæsta framlag: Maciej Baginski - 17