3 jún. 2011Strákarnir í U18 unnu Norðmenn 81-60 í kaflaskiptum leik. Noregur byrjaði leikinn sterkt og komst í 7-21 en Ísland átti síðustu stig leikhlutans og munaði þá 11 stigum 10-21. Strákarnir jöfnuðu leikinn í blálokin á fyrri háflleik þegar Martin Hermannsson jafnaði um leið og leikkluggan gall. Í seinni hálfleik tók Ísland öll völdin en margir lögðu sitt á vogarskálarnar og sigur Íslands öruggur. Með sigri þessum eru strákarnir í góðri stöðu að leika til úrslita en þeir þurfa að vinna lokaleikinn sinn sem er gegn Finnlandi. En örlög þeirra eru í eigin höndum. Matthías Sigurðarson var stigahæstur hjá Íslandi með 25 stig. Umfjöllun um leikinn á [v+]http://www.karfan.is/frettir/2011/06/03/norski_bjorninn_lagdur_ad_velli_med_tholinmaedina_ad_vopni[v-]Karfan.is[slod-] Myndband með nokkrum körfum úr leiknum á Youtube-rás [v+] http://www.youtube.com/watch?v=L7Fi9FANsfI [v-]KKÍ[slod-] Myndasafn úr leiknum á [v+]http://www.karfan.is/myndir/myndir/id/795[v-]Karfan.is[slod-] Myndbandsviðtal við Ágúst Orrason á [v+]http://www.karfan.is/karfantv/index/video/415[v-]Karfan.is[slod-] Leikurinn í tölum: Flest stig: Matthías Orri Sigurðarson - 25 Flest fráköst: Jens Valgeir Óskarsson og Valur Orri Valsson - 6 Flestar stoðsendingar: Matthías Orri Sigurðarson - 4 Flestir stolnir boltar: Þrír leikmenn með þrjá - 2 Flest varin skot: Jens Valgeir Óskarsson - 2 Hæsta framlag: Matthías Orri Sigurðarson - 25