3 jún. 2011Átján ára stelpurnar léku við Noreg í dag og máttu þola sárt tap í hörkuleik 64-60. Eftir að hafa verið yfir lungann úr leiknum náðu þær ekki að komast yfir á lokamínútunni og Noregur fagnaði sigri. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari liðsins, breytti aðeins til í leikskipulagi en það virðist hafa skilað sér en stelpurnar léku af krafti frá upphafi og gáfu sér tækifæri til að vinna ágætt lið. Stelpurnar eiga annan leik í dag en þá mæta þær Danmörku. Ef þær vinna þann leik með fimm stigum eða meira leika þær á sunnudag um þriðja sætið í mótinu. Stigahæst hjá Íslandi var Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 16 stig. Umfjöllun um leikinn á [v+]http://www.karfan.is/frettir/2011/06/03/mikil_batamerki_a_18_ara_lidinu_sem_tapadi_naumlega_gegn_noregi[v-]Karfan.is[slod-] Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum á Youtube-rás [v+]http://www.youtube.com/watch?v=R5biYUFDKMA [v-]KKÍ[slod-] Myndasafn úr leiknum á [v+] http://www.karfan.is/myndir/myndir/id/794 [v-]Karfan.is[slod-] Myndbandsviðtal við Dagbjörtu Samúelsdóttur á [v+]http://karfan.is/karfantv/index/video/414[v-]Karfan.is[slod-] Leikurinn í tölum: Flest stig: Margrét Rósa Hálfdanardóttir - 16 Flest fráköst: Berglind Gunnarsdóttir - 5 Flestar stoðsendingar: Hildur Björg Kjartansdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir - 2 Flestir stolnir boltar: Telma Lind Ásgeirsdóttir - 3 Flest varin skot: Sigrún Albertsdóttir - 1 Hæsta framlag: Berglind Gunnarsdóttir - 9