2 jún. 2011Stelpurnar í U18 máttu þola sitt annað stóra tap í keppninni til þessa er þær kepptu við sænska liðið. Lokatölur 41-114 Svíum í vil. Það var ekki sami skjálfti á liðinu í leiknum eins og var í gærkvöldi á móti Finnum. En þrátt fyrir það sýndu Svíarnir að þær eru með töluvert sterkara lið og þær íslensku komust aldrei almennilega í gang. Svíarnir gengu á lagið og keyrðu upp muninn hratt og örugglega. Lokatölur 41-114. Þær pössuðu boltann mun betur í dag sem er lykilatriði fyrir framhaldið en næsta viðureignir eru gegn Noregi og Danmökru sem þær spila við á morgun. Kl. 09:00 er það Noregur og kl. 17:00 mæta þær Dönum. Þó að það hafi ekki gefið þeim fleiri stig í dag heldur en í gær að passa boltann mun það vonandi aðstoða þær á morgun við að landa sigrum. Stigahæst hjá Íslandi var Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 11 stig. Umfjöllun um leikinn á [v+]http://karfan.is/frettir/2011/06/02/18_ara_stelpurnar_topudu_illa_odru_sinni[v-]Karfan.is[slod-] Myndasafn úr leiknum á [v+]http://karfan.is/myndir/myndir/id/790[v-]Karfan.is[slod-] Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum á Youtube-rás [v+] http://www.youtube.com/watch?v=NtAKfs1Yn08[v-]KKÍ[slod-] Leikurinn í tölum: Flest stig: Margrét Rósa Hálfdanardóttir - 14 Flest fráköst: Margrét Rósa Hálfdanardóttir- 6 Flestar stoðsendingar: Telma Lind Ásgeirsdóttir - 3 Flestir stolnir boltar: Fjórar með einn - 1 Flest varin skot: Telma Lind Ásgeirsdóttir - 1 Hæsta framlag: Margrét Rósa Hálfdanardóttir -6