1 jún. 2011Íslensku stelpurnar í U18 fengu erfitt verkefni í upphafi móts er þær tóku á móti sterku finnsku liði. Þær finnsku pressuðu allan leikinn og áttu þær íslensku í miklum vandræðum í upphafi. Finnarnir opnuðu leikinn með 13-0 spretti og lögðu línurnar fyrir daginn. Þrátt fyrir erfiða byrjun gáfust þær íslensku ekki upp og létu finna sér og óx þeim ásmegin allan leikinn og létu finna fyrir sér í seinni hálfleik. Lokatölur leiksins voru 104-33 Finnum í vil. Næsti leikur stelpnanna er á morgun gegn Svíþjóð kl. 16:30 að íslenskum tíma. Umfjöllun um leikinn á [v+]http://www.karfan.is/frettir/2011/06/01/u18_kvk:_island_fekk_skell_i_fyrsta_leik_gegn_finnum[v-]Karfan.is[slod-] Myndasafn úr leiknum á [v+]http://karfan.is/myndir/myndir/id/786[v-]Karfan.is[slod-] Svipmyndir úr leiknum á Youtube-rás [v+]http://www.youtube.com/user/KKIkarfa#p/a/u/0/3sV56YMfklk[v-]KKÍ[slod-] Sjá myndbandsviðtal við Jón Halldór Eðvaldsson þjálfara U18 á [v+]http://karfan.is/karfantv/index/video/408[v-]Karfan.is[slod-] Leikurinn í tölum: Flest stig: Ína María Einarsdóttir - 8 Flest fráköst: Hildur Björg Kjartansdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir - 6 Flestar stoðsendingar: Fimm með eina Flestir stolnir boltar: Þrjár með tvo Flest varin skot: Hildur Björt Kjartansdóttir og Dagbjört Samúelsdóttir - 2 Hæsta framlag: Hildur Björg Kjartansdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir - 6