31 maí 2011U18 ára lið karla í ár er að mestu skipað þeim leikmönnum sem urðu Norðurlandameistarar í fyrra með U16 ára liðinu. Í dag er 1 dagur þar til að NM í Solna hefst. U18 ára lið karla í ár er að mestu skipað þeim leikmönnum sem urðu Norðurlandameistarar í fyrra með U16 ára liðinu. Á eldra ári bætast svo við Oddur Birnir Pétursson, Þorsteinn Ragnarsson, Kristófer Acox, Ágúst Orrason og Snorri Hrafnkelsson, en allir leikmenn liðsins hafa leiki 5 eða fleiri landsleiki. Liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum: Nr · Nafn · Hæð · Landsleikir · Staða · Félag 4 · Þorsteinn Ragnarsson - 187 6 G Þór Þorlákshöfn 5 · Oddur Birnir Pétursson - 193 12 F Njarðvík 6 · Stefán Karel Torfason - 201 5 C KR 7 · Emil Karel Einarsson - 197 15 F Þór Þorlákshöfn 8 · Matthías Orri Sigurðarson - 182 13 G Mountain Brooke, Alabama / KR 9 · Sigurður Dagur Sturluson - 184 9 F Njarðvík 10 · Ágúst Orrason - 190 7 G Breiðablik 11 · Snorri Hrafnkelsson - 200 12 C Breiðablik 12 · Kristófer Acox - 198 11 F Spring Valley HS, South Carolina / KR 13 · Jens Valgeir Óskarsson - 206 5 F/C Njarðvík 14 · Martin Hermannsson - 187 9 G KR 15 · Valur Orri Valsson - 182 14 G Keflavík Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson Leikjadagskrá U18 karla: (ísl. tími) Miðvikudagur 1. júní kl. 19:00 · Ísland - Danmörk Fimmtudagur 2. júní kl. 16:30 · Svíþjóð - Ísland Föstudagur 3. júní kl. 09:00 · Noregur - Ísland Laugardagur 4. júní kl. 09:00 · Ísland - Finnland Leikið eru til úrslita á sunnudeginum kl. 11.15 og um 3. sætið kl. 07.15 KKÍ verður í Solna og mun flytja fréttir, myndir og fleira frá mótinu. Lifandi tölfræði verður einnig á www.basket.se frá öllum leikjum.