24 maí 2011Bólholtsbikarinn er utandeildakeppni í körfuknattleik á sambandssvæði Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Keppnin sem var í fyrsta sinn haldin í vetur hófst eftir áramót og tóku sex lið þátt í henni en Samvirkjafélag Eiðaþingár og Einherji sendu einnig lið. Sérdeildin er lið skipað eldri Hattarmönnum. Lið Sérdeildarinnar fagnaði sigri í bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik eftir 54-53 sigur á Ásinum í úrslitaleik á sunnudag og varð þar með fyrsta liðið til að hampa bikarnum.Fjögur lið tóku þátt í úrslitakeppninni sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Myndasyrpa frá úrslitakeppninni í vefupplausn er [v+]http://uia.is/index.php?option=com_rsgallery2&gid=37&Itemid=60 [v-]hér[slod-] Myndbönd frá lokadeginum má sjá [v+]http://uia.is/index.php?option=com_content&view=article&id=605:myndbrot-aesispennandi-lokaminutur-i-bolholtsbikarnum&catid=1:latest-news&Itemid=76[v-]hér[slod-].