18 maí 2011Dómaranámskeið var haldið í Brúarási um helgina á Austfjörðum. Guðni E. Guðmundsson kenndi átta þátttakendum frá fimm aðildarfélögum UÍA undirstöðurnar í körfuboltadómgæslu og lagði fyrir þá próf. Hjá UÍA í vetur hefur verið haldið úti utandeild í körfubolta sem bar nafnið Bólholtsbikarinn, en úrslitakeppni hans verður leikin næstkomandi sunnudag. Fáir körfuboltadómarar eru á svæðinu og er námskeiðið hugsað til að efla fjölda þeirra og þar með uppgang körfuboltans á Austurlandi. UÍA undirbýr sig nú til að halda Unglingalandsmótið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina af krafti og líkt og áður verður keppt í körfubolta og því þarf að hafa hæfa dómara til staðar. Valur Reyðarfirði hefur einnig verið með yngriflokkastarf í vetur og hafa huga á að taka þátt á næsta ári með formlegum hætti.