27 apr. 2011Aga- og úrskurðarnefnd hefur dæmt í þremur málum sem komu inn á hennar borð í úrslitakeppni karla og frá úrslitahelgi yngri flokka sem fór fram fyrr í mánuðinum. Nr. 18/2010-2011 "Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 18/2010-2011. Hinn kærði, Sean Burton, Snæfelli, skal sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og Stjörnunnar sem fram fór þann 31. mars 2011 í Stykkishólmi." Nr. 19/2010-2011 "Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 19/2010-2011. Hinn kærði, Ingi Þór Steinþórsson - Snæfell, skal sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og Keflavíkur í ungl. fl. kv. sem fram fór þann 10. apríl 2011." Nr. 20/2010-2011 "Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 20/2010-2011. Hinn kærði, Thomas Sanders, skal sæta fjögurra leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Keflavíkur í úrslitakeppni Iceland Express deild karla sem fram fór þann 7. apríl 2011." Sjá úrskurð 20/2010-2011 í heild sinni [v+]http://www.kki.is/skjol/urskurdur_20_2010_2011.pdf [v-]hérna[slod-].