27 apr. 2011
ÍG og ÍA áttust við í úrslitaleik 2. deildar karla á dögunum í Kennaraháskólanum og þar voru það ÍG menn sem hrósuðu sigri 95:82. Fyrir leikin höfðu bæði lið unnið sér réttinn til að leika í 1. deild karla að ári. ÍG lagði Hrunamenn í 8-liða úrslitum 103:69, Reyni Sandgerði 83:71 í undanúrslitum. ÍA lagði ÍBV 103:79 og svo HK 83:110 í undanúrslitunum. ÍA lék í síðast í 1. deild tímabilið 2009-2010 en ÍG síðast tímabilið 2003-2004. Til hamingju ÍG með sigurinn.