29 mar. 2011Búið er að velja U15 ára landslið drengja og stúlkna, en Snorri Örn Arnaldsson og Tómas Holton þjálfarar, hafa valið 12 leikmenn sem munu taka þátt í sterku móti í Kaupmannahöfn í sumar. Ísland hefur tekið þátt undanfarin ár og sigruðu meðal annars mótið fyrir tveimur árum í flokki drengja en mótið mun vera fyrir drengi og stúlkur í fyrsta sinn í ár. Síðasta ár léku stelpurnar nokkrar leiki við jafnöldrur sínar í danska liðinu. U15 er fyrsta stig í landsliðsstarfi KKÍ og undanfari U16 liðanna sem taka þátt í Norðurlandamótinu ár hvert. Liðin eru skipuð eftirfarandi leikmönnum: U15 drengja Atli Þórsson · Fjölnir Daði Lár Jónsson · Stjarnan Gunnar Ingi Harðarson · Ármann Helgi Rúnar Björnsson · Stjarnan Hilmir Kristjánsson · Grindavík Hinrik Guðbjartsson · Grindavík Hlynur Logi Víkingsson · Ármann Högni Fjalarsson · KR Jón Axel Guðmundsson · Grindavík Kristján Leifur Sverrisson · Haukar Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll Vilhjálmur Kári Jensson · KR Þjálfari: Snorri Örn Arnaldsson U15 stúlkna Andrea Rán Hauksdóttir · Breiðablik Bríet Sif Hinriksdóttir · Keflavík Elsa Rún Karlsdóttir · Valur Eva Margrét Kristjánsdóttir · KFÍ Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Njarðvík Helena Ósk Árnadóttir · Keflavík Ingibjörg Sigurðardóttir · Grindavík Julia Lane Figeroa Sicat · Grindavík Margrét Hrund Arnardóttir · Hrunamenn Nína Jenný Kristjánsdóttir · Hekla Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík Þjálfari: Tómas Holton