15 mar. 2011Aga- og úrskurðanefnd hefur tekið fyrir tvö mál sem komu inn á borð nefndarinnar í síðustu viku. Annarsvegar var um að ræða atvik í leik Hauka og KR í Iceland Express-deild kvenna og annarsvegar atvik í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express-deild karla. Niðurstaða nefndarinnar: Agamál nr. 15/2010-2011 [v+]http://www.kki.is/skjol/urskurdur-agamal 15-2010-2011.pdf [v-]Úrskurðurinn í heild á PDF[slod-] „Hin kærða, Margrét Kara Sturludóttir, skal sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KR í Iceland Express deild kvenna sem leikinn var 9. mars 2011“. Agamál nr. 16/2010-2011 [v+]http://www.kki.is/skjol/urskurdur-agamal 16-2010-2011.pdf [v-]Úrskurðurinn í heild á PDF[slod-] „Hinn kærði, Davíð Páll Hermannsson, skal sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011“. „Hinn kærði, Darco Milosevic, skal sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011“. „Hinn kærði, Nebojsa Knezevic, skal sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011“. Carl Josey, Gerald Robinson, Ingvar Viktorsson, Óskar Magnússon og Steinar Aronsson hlutu sömu úrskurðarorð: „Hinn kærði skal sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011“.