15 mar. 2011
Í dag er komið að því sem körfuboltaáhugamenn um allan heim bíða eftir árlega því í kvöld hefst „March-Madness" í háskólaboltanum. NCAA úrslitakeppnin hefst á fjórum leikjum um tvö laus sæti með umspili í kvöld. Eftir það verða 64-lið komin áfram sem hefja leik 17. og 18. mars. Að venju eru nokkur lið talin sigurstranglegust í þessu geysisterka móti en það eru helst nefnd lið Ohio State, Kansas og Duke, sem eru núverandi meistarar og liðið sem Haukur Helgi og félagar í Maryland léku með í ACC-riðlinum í vetur. Á hverju ári er svo eitt lið sem kemur mest á óvart og er skemmst að minnast á ævintýri liðs Butler í fyrra sem tapaði með tveimur stigum gegn Duke í úrslita leiknum. Ítarlegar upplýsingar um mótið, greiningu á hverjum landshluta og þáttum eins og of- og vanmetnustu liðunum, bestu leikmönnunum, leikmönnum sem vert er að fylgjast með og fleira skemmtilegt má finna á vef [v+]http://rivals.yahoo.com/ncaa/basketball;_ylt=AsBFtkc0boE01U3c9CT.3ZU5nYcB [v-]Yahoo Sports[slod-].