2 mar. 2011Stjórn og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hafa ákveðið að halda körfuboltabúðir á Sauðárkróki vikuna 12. – 19. júní í sumar. Yfirumsjón með búðunum hefur Borce Ilievski, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildarinnar. Von er á erlendum þjálfurum til starfa í búðunum, en auk þeirra verða fleiri aðstoðarþjálfarar við störf. Föstudaginn 10. og laugardaginn 11. júní, verður haldið þjálfaranámskeið þar sem hinir erlendu þjálfarar munu halda fyrirlestra og vera með sýnikennslu fyrir þjálfara á Íslandi. Verður námskeiðið haldið í samvinnu við FKÍ, Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi. Búið er að opna sérstaka upplýsingasíðu á heimasvæði körfuknattleiksdeildarinnar á [v+]http://www.tindastoll.is [v-]www.tindastoll.is[slod-]. Þar verða settar inn upplýsingar af undirbúningnum, um leið og þær berast. Skráning verður rafræn í búðirnar og verður það tilkynnt sérstaklega hvenær opnað verður fyrir þær. Gisting og fæði verður í boði fyrir aðkomuþátttakendur. Nánari upplýsingar má fá með því að senda fyrirspurnir á netfangið [p+]korfuboltabudir@tindastoll.is[p-] korfuboltabudir@tindastoll.is[slod-].