21 feb. 2011Á föstudaginn síðastliðinn var tilkynnt hver væri leikmaður ársins í Evrópu en en það er hinn serbneski bakvörður Milos Teodosic sem hlýtur heiðurinn í þetta sinn. Kosningin var í höndum valnefndar og almennings og var mjög jöfn. Milos var valinn næstbestur af valnefndinni en hlaut yfirburðarkosningu almennings og hafði þar með betur en Pau Gasol, besta leikmanni síðasta árs. Milos er 23 ára, 195 cm á hæð og leikur með stórliði Olympiacos á Grikklandi. Hann var útnefndur MVP síðasta árs í deildarkeppni Meistardeildarinnar (Euroleague) þar sem hann var með 13.4 stig, 4.9 stoðsendingar og 1.8 stolna bolta að meðaltali en hann og liðsfélagar hans fóru í undanúrslit keppninnar. Milos var frábær á HM, og [v+]http://www.youtube.com/watch?v=NvdhBmLHhQY [v-]þessi magnaða karfa hans[slod-] tryggði Serbíu sigur í 8-liða úrslitunum gegn spánverjum. Við afhendinguna sagði Ólafur Rafnsson, forseti FIBA Europe "Að það væri nóg að renna yfir nöfn þeirra sem voru tilnefndir til að átt sig á gildi þeirra. Að vera valinn leikmaður ársins í Evrópu þýðir að aðdáendur og leikmenn líta á hann sem einn þann besta í sögu körfuboltans". Á síðustu átta árum hefur Milos unnið allt með yngri landsliðum Serbíu, hann vann gull í keppni U16 ára landsliða, U18 ára og U20 ára og var einnig valinn bestur á því móti. Þá lenti Serbía í öðru sæti á EM 2009. Lokastaða kosningarinnar: 1. Milos Teodosic - Serbía 2. Pau Gasol - Spánn 3. Dirk Nowitzki - Þýskaland