17 feb. 2011Í gær var tilkynnt hver væri leikmaður ársins í Evrópu hjá konunum. Hana Horákova frá Tékklandi sigraði í kjöri almennings og dómnefndar. Hin 31 árs gamla Hana var í lykilhlutverki með landsliði sínu á síðastliðnu Heimsmeistaramóti kvenna þar sem Tékkland hlut silfurverðlaun eftir úrslitaleik gegn Bandaríkjunum. Leikmaður ársins í fyrra, Sandrine Gruda frá Frakklandi varð önnur í kjörinu. Hana, hin 182 cm hái bakvörður og fyrirliði landsliðsins, var með að meðaltali 12.1 stig, 4.9 fráköst og 3.9 stoðsendingar á mótinu og var kjörin MVP-leikmaður mótsins en í Tékkland sló óvænt út lið ríkjandi meistara Ástralíu í 8-liða úrslitunum. Hana og liðsfélagar hennar munu í júní leika á EM-kvenna í Póllandi og reyna að fylgja eftir frábærum árangri landsliðsins að undanförnu. Á morgun verður tilkynnt hver hlýtur nafnbótina í flokki karla.