20 jan. 2011Við höldum áfram með flokkinn „Frægar Flautukörfur" hér á kki.is en um er að ræða eftirminnilegar flautukörfur í íslenskri körfuboltasögu. Önnur karfan sem við setjum inn er hin magnaða sigurkarfa sem Pálmar Sigurðsson skoraði í Laugardalshöllinni gegn landsliði Noregs í apríl í C-riðli Evrópukeppninnar en sigurinn tryggði Íslandi sæti í B-riðli í fyrsta skipti. [v+]http://www.kki.is/palmar.asp [v-]Myndbrot: Flautukarfa Pálmars gegn Noregi[slod-] Fimm lið léku með Íslandi í riðlinum, Portúgalir, Skotar, Írar og Norðmenn. Fyrir leikinn voru Norðmenn með þrjá sigra en Ísland tvo, hafði tapað gegn Portúgal. Íslendingar urðu efstir í riðlinum með betri stöðu innbyrðist gegn Norðmönnum. Torfi Magnússon hafði jafnað leikinn með tveimur vítaskotum þegar 23 sekúndur voru eftir og Norðmenn héldu í sókn. Torfi náði að slá til boltans sem barst til Pálmars sem brunaði fram völlinn, smeygði sér fram hjá tveim Norðmönnum í vörninni og náði skoti þegar ein sekúnda var eftir og smellti niður þristi af löngu færi. Pálmar sagði í bókinni „Leikni framar líkamsburðum" sem kom út á 40 ára afmæli KKÍ; „Ég hélt að ég myndi tryllast þegar ég sá að boltinn fór beint niður í síðasta skotinu. Þetta var alveg stórkostlegt" sagði Pálmar á eftir.„Færið sem ég var í var ekki neitt sérstaklega þröngt. Maðurinn hefur verið svona einn meter fyrir framan mig þegar ég stökk upp. Ég fann strax að ég var í góðu jafnvægi og tilfinningin sem fór í gegnum mig þegar ég sá að boltinn fór beint niður er ólýsanlegt." Fyrri flautukörfur: [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=6631 [v-]Jakob Örn gegn Georgíu[slod-].