19 jan. 2011Körfuknattleikssamband Íslands fékk samtals úthlutað 1,6 milljónum króna í dag fyrir komandi verkefni en Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti í dag tillögur fyrir árið 2011. Ein milljón vegna Norðurlandamóts hjá A-landsliði karla sem kom úr Afrekssjóði, 500.000 kr. úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi í landsliðsverkefni yngri landsliða og 100.000 krónur í sérverkefni fyrir hávaxna leikmenn. Alls var úthlutun ÍSÍ í dag 56.140.000 kr. Rúmlega 45 milljónum var úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ og um 10 milljónir komu úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi.