18 jan. 2011Á laugardaginn var dregið í riðla í Evrópukeppni yngri landsliða en eins og kunnugt er mun Ísland taka þátt að þessu sinni með lið í aldursflokki U20 ára. Alls taka 112 karla lið og 91 kvenna lið þátt í sumar í A og B deildum yngri landsliða á komandi Evrópumóti. Það voru þeir Ólafur Rafnsson, forseti, og Nar Zanolin framkvæmdastjóri FIBA Europe sem sáu um að stjórna drættinum. Ísland leikur í D-riðli og drógumst við með heimamönnum í riðil. Leikið verður í Sarajevo, Bosníu dagana 14. til 24. júlí og má fastlega búast við gríðarlegri stemmningu á leikjum heimamanna enda Bosnía stórþjóð í körfuboltanum og því spennandi mót framundan hjá U20. Mótherjar Íslands í sumar verða auk heimamanna: D-riðill Ísrael Hvíta Rússland Ísland Belgía Bosnía Aðrir riðlar í B-deildinni í Sarajevo: A-riðill Póland Rúmenía Georgía Eistland Sviss Makedónía B-riðill Búlgaría Slóvakía Danmörk Holland Ungverjaland C-riðill Tékkland Portúgal Noregur Bretland Finnland Lúxemborg Eftir riðlakeppni er leikið í þremur milliriðlum þar sem lið 1-9 í milliriðil 1 eiga kost á að leika til úrslita og vinna sér sæti í A-deild að ári.