15 jan. 2011
Nýr leikur var kynntur til sögunnar á Stjörnudegi kvenna en það var paraskotkeppni. Fjögur lið tóku þátt og áttu þau öll sameiginlegt að keppendur eru körfuboltapör. Allt um paraleikinn [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=6670[v-]hér[slod-]. Pörin voru: Margrét Sturlaugsdóttir og Falur Harðarson. Pálína Gunnlaugsdóttir og Kjartan Kjartansson, Hafdís Hafberg og Marel Guðlaugsson og fjórða parið var Berglind Anna Magnúsdóttir og Jóhann Ólafsson. Tvö lið fóru í úrslit en úrslitin fóru fram í hálfleik. Svo fór að Berglind Anna Magnúsdóttir og Jóhann Ólafsson úr Grindavík stópu uppi sem sigurvegarar á 34 sekúndum í úrslitum. Forkeppni: Pálína og Kjartan 31 sekúndur BRAUTARMET Berglind og Jóhann 36 sekúndur Margrét og Falur 41 sekúndur Hafdís og Marel 47 sekúndur Úrslit: Berglind og Jóhann 34 sekúndur Pálína og Kjartan 43 sekúndur