13 des. 2010Á miðvikudaginn kemur, þann 15. desember kemur út ný íslensk íþróttamynd um körfuknattleikslið Snæfells og gengi þeirra á síðustu leiktíð þegar þeir unnu tvöfalt.s. Aldrei hafði Íslandsmeistaratitillinn farið upp fyrir Ártúnsbrekku þar til Snæfelli tókst að landa þeim stóra fyrr á þessu ári eftir magnaða úrslitakeppni. Í myndinni eru rifjaðar upp stærstu stundirnar, áföllin, spennuna og sigrana sem mörkuðu tímamót í íslenskum körfuknattleik. Í aðalhlutverki eru sjálfir Íslandsmeistararnir en bæjarstjórinn, stuðningsmenn, foreldrar og landsbyggðin öll eru samferðafólk ásamt fyrrverandi húsverði í myndinni "Leið Okkar Allra". Myndin kemur út í veglegri DVD útgáfu og er seld í lausasölu. Nánari upplýsingar er hægt að finna á Leikbrot.is og Snaefell.is. [v+]http://www.youtube.com/watch?v=QANxKXQc-UM [v-]Hér er hægt að sjá stiklu úr myndinn[slod-]