11 des. 2010Í Stjörnuleiknum vann Landsbyggðarliðið Höfuðborgarsvæðaliðið með tveimur stigum 130-128. Leikurinn hófst með flugeldasýningu þar sem leikmenn voru á flugi og tróðu í gríð og erg. Leikmenn beggja liða sýndu flotta takta og glöddu þá fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á völlinn. Endaspretturinn var æsispennandi en Ægir Steinarsson fékk tækifæri að vinna leikinn í blálokin fyrir Höfuðborgarsvæðaliðið en hinn nýkrýndi þriggja-stiga kóngur geigaði á þrist og því fór svo að Landsbyggðarliðið vann 130-128. Lazar Trifunovic var valinn maður leiksins en hann var sjóðandi en hann setti 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Höfuðborgarsvæðaliðinu var Kelly Biedler með 19 stig.