11 des. 2010Mikið fjölmenni er í Seljaskóla á Stjörnuhátíð KKÍ. Margir skemmtilegir viðburðir hafa farið fram í dag. Nýji viðburður dagsins er Skotkeppni Stjarnanna þar sem fjögur lið tóku þátt. Lið KR, Hauka, Njarðvíkur og Keflavíkur reyndu sig en að lokum var það lið KR sem vann. KR-ingar fóru brautina á 42 sekúndum en skotið var frá sex stöðum. Lokastaðurinn var frá miðju og var það stórskyttan Brynjar Þór Björnsson sem kláraði fyrir KR. Lokastaðan: KR 42 sekúndur Keflavík 48 sekúndur Njarðvík 50 sekúndur Haukar 1 mínúta og 33 sekúndur Mynd: Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, ásamt sigurliði KR. Frá vinstri: Brynjar Þór Björnsson, Kolbeinn Pálsson og Hafrún Hálfdanardóttir. Til hamingju KR.