9 des. 2010
Eins og margir muna þá mættust lið skipað eldri landsliðsmönnum og lið þekktra einstaklinga úr þjóðlífinu á síðasta ári þar sem landsliðið bar sigur úr býtum [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=369&game_id=37501[v-]39:27[slod-] Egill Gillz Einarsson og Sverrir Bergmann hafa skorað á landsliðið á ný og verður leikurinn í Seljaskóla í tengslum við Stjörnuleikshátíðina nk. laugardag. Áætlað er að leikurinn hefjist klukkan 14:40. Lið þeirra félaga er skipað eftirtöldum leikmönnum: Egill Einarsson - Gillz Sverrir Bergmann - Geim Tíví og Íslandsmeistari í 8.flokk Ólafur Jóelsson - Geim Tíví Logi Bergmann - Í beinni Auðunn Blöndal - aka Auddi og líka Íslandsmeistari í 8.flokk Hjörvar Hafliðason kemur nýr inn í liðið eftir HM fótboltafræði síðasta sumars Steindi JR. kemur einnig nýr inn í liðið sem Geðveikt fínn gaur Guðmundur Benediktsson - Alinn upp af Ívari Webster á Akureyri Jogvan Hansen - Gullbarkinn frá Færeyjum Miklar vonir eru bundnar við þá Hjörvar og Steinda enda eru engar upplýsingar til á skrá um leikstíl þeirra félaga og verður því erfitt fyrir landsliðsmennina að stöðva þá. Það er jafnvel von á að fleiri leikmenn bætist við en þessa dagana standa yfir æfingabúðir hjá liðinu. Lið eldri landsliðsmanna verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Jón KR Gíslason Teitur Örlygsson Guðmundur Bragason Sigurður Ingimundarson Guðjón Skúlason Henning Henningsson Páll Kolbeinsson Birgir Mikaelsson Herbert Arnarson Guðni Guðnason Torfi Magnússon sem þjálfaði landsliðið á sínum tíma verður á bekknum og stjórnar með harðri hendi. Jafnvel von á að fleiri bætist í liðið