25 nóv. 2010
Á morgun lýkur netkosningunni sem búin er að vera í gangi síðan á föstudaginn í síðustu viku. Nú þegar hafa vel á þriðjaþúsund manns kosið og skilað inn sínum atkvæðum. Kosningin hefur verið mjög jöfn og atkvæði dreifst á marga leikmenn og því ennþá hægt að hafa áhrif á lokaniðurstöðuna. Hægt er að kjósa eitthvað fram yfir hádegi á morgun [v+]http://www.kki.is/kosning.asp [v-]hérna[slod-] en úrslitin verða svo kunngjörð seinnipart dags á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem byrjunarliðin hafa verið valin með kosningu aðdáenda en þjálfarar liðanna tveggja munu svo velja leikmenn í 12 manna hóp á næstunni. Á þriðjudag verður svo tilkynnt hverjir taka þátt í Þriggjastiga-skotkeppninni í ár og næstu daga þar á eftir hvaða fleiri uppákomur verða á Stjörnuleikshátíðinni 11. desember í Seljaskóla.