18 nóv. 2010Maryland leikur í kvöld gegn Pittsburgh í Madison Square Garden en leikurinn er liður í móti sem kennt er við " Coaching vs cancer. " Bæði lið hafa unnið alla þrjá leiki sína það sem af er. Pittsburgh er talið vera með 4.-5. besta liðið í landinu svo það verður spennandi að sjá hvernig Maryland reiðir af gegn þessu sterka liði. Liðið sem vinnur leikur til úrslita á mótinu. Félagarnir og goðsagnapersónurnar [v+]http://www.redstaplerchronicles.com/wp-content/uploads/2010/03/dick%20vitale.gif[v-]Dick Vitale[slod-] og [v+]http://1.bp.blogspot.com/_InuEA3Hb6H4/SeD9e5hP2eI/AAAAAAAAAMg/e7_yIsBd43c/s400/z114002065.jpg[v-]Bobby Knight[slod-] munu sjá um að lýsa leiknum á ESPN2 ásamt Dan Shulman. Hægt er að lesa meira um leikinn [v+]http://www.umterps.com/sports/m-baskbl/spec-rel/111710aab.html[v-]hér[slod-] Leikurinn hefst á miðnætti og verður hægt að fylgjast með honum [v+]http://scores.espn.go.com/ncb/scoreboard[v-]hér[slod-]