15 nóv. 2010Íslenskt körfuboltafólk hefur staðið í eldlínunni erlendis um helgina. Jón Arnór, Helena, María Ben og Haukur Helgi eru öll að standa sig gríðarlega vel hjá sínum liðum og sýndu það um helgina í leikjunum með liðunum sínum á Spáni og í Bandaríkjunum. Jón Arnór Jón Arnór fór fyrir liði sínu í gær þegar [v+]http://acb360.orange.es/diferidos/LACB/55/61 [v-]CB Granada og Cajasol[slod-] mættust í ACB-deildinni. Granada sigraði að lokum eftir frábæra endurkomu 73:72. Hægt er að sjá leikinn í heild sinni en einnig er hægt er að opna hann og spóla áfram og sjá síðustu 6 mín. leiksins en þá var Jón gríðarlega mikilvægur sínu liði á loka mínútunum. Hann skoraði meðal annars þrist á þessum tíma þegar sléttar 5 mín. voru eftir af leiknum og minnkaði munin í eitt stig og tók mikilvægt frákast og jafnað leikinn með tveimur vítum þegar stutt var eftir. Jón setti svo niður annan risa-þrist þegar 42 sek. voru eftir af leiknum og kom sínu liði yfir í fyrsta sinn í langan tíma. Þetta allt með besta varnarmann Cajasol á bakinu auk þess sem Jón fékk það hlutverk að dekka sama leikmann í vörninni. Helena Á föstudaginn hófst tímabilið hjá TCU unnu Helena og samherjar Houston Baptist skólan auðveldlega. Helena var með 15 stig, 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Helena er á lokaári í TCU skólanum og er grannt er fylgst með henni í vetur þar sem hún hefur verið tilnefnd á John Wooden og James Naysmith lista yfir efnilegustu leikmenn komandi keppnistímabils. María Ben Erlingsdóttir hóf leik með sínu liði UTPA um helgina og vannst sigur og skoraði María 7 stig á 33 mínútum. María er á lokaári sínu og verður fróðlegt að fylgjast með henni í vetur. Haukur Helgi Haukur og félagar í Maryland léku í gær gegn Maine í svæðisriðli 2K Classic-mótsins í gærkvöldi. Haukur lék í 16 mínútur og var með 8 stig, tók 4 fráköst, gaf eina stoðsendingu auk þess sem hann varði eitt skot og náði og tapaði einum bolta. Næsti leikur liðsins er gegn Pittsburg í Madison Square Garden, heimavelli NY Knicks þann 18. nóvember en Maryland er komið áfram í keppninni og spilar nú í úrslitum á landsvísu. [v+]http://www.umterps.com/allaccess/?media=210946 [v-]Helstu tilþrif Maryland[slod-] úr leiknum gegn Maine þar sem sjást tilþrif með Hauki.