9 nóv. 2010Iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2009 er búið að opinbera og er körfuboltinn næst útbreiddasta íþrótt landsins. Karfan er í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins en aðeins knattspyrna er í öllum 25. Aðeins sex íþróttagreinar innan ÍSÍ eru í yfir 20 íþróttahéruðum en þær eru: Knattspyrna, körfubolti, golf, sund, hestaíþróttir og frjálsar íþróttir. Alls voru iðkendur 112.366 innan íþrótta ÍSÍ. Alls stunduðu 81.972 landsmanna íþróttir innan hreyfingarinngar sem jafngildir því að 25,7% landsmanna stundi íþróttir innan ÍSÍ. Fjöldi iðkenda: Þegar kemur að fjölda iðkenda kemur margt áhugavert fram en karfan er í 6. sæti með 6.629 iðkendur. Er það fjölgun um 276 iðkendur milli ára eða aukning um 4.34%. Meðaltals aukning í íþróttahreyfingunni var 3.08%. Vinsælustu íþróttirnar: 1. Knattspyrna 20.083 2. Golf 15.771 3. Hestaíþróttir 11.499 4. Fimleikar 7.495 5. Handknattleikur 6.969 6. Körfuknattleikur 6.629 7. Frjálsar íþróttir 5.348 8. Badminton 4.909 9. Almenningsíþróttir 4.236 10. Dans 3.279 Þegar aldur iðkenda er greindur þá riðlast listinn yfir vinsælustu íþróttirnar og sumar íþróttir hrapa niður listann. Í flokknum yngri en 16 ára er karfan fjórða vinsælasta íþróttin á eftir knattspyrnu, fimleikum og handknattleik. Í flokknum 16 ára og eldri er karfan fimmta vinsælasta íþróttin á eftir golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu og badminton. Vinsælustu íþróttirnar yngri en 16 ára: 1. Knattspyrna 14.701 2. Fimleikar 6.793 3. Handknattleikur 4.979 4. Körfuknattleikur 3.904 5. Hestaíþróttir 3.613 6. Frjálsar íþróttir 3.129 7. Almenningsíþróttir 2.714 8. Sund 2.331 9. Badminton 2.015 10. Golf 1.751 Vinsælustu íþróttirnar 16 ára og eldri: 1. Golf 14.020 2. Hestaíþróttir 7.886 3. Knattspyrna 5.382 4. Badminton 2.894 5. Körfuknattleikur 2.725 6. Skotfimi 2.407 7. 2.219 8. Mótoríþróttir 2.133 9. Handknattleikur 1.990 10. Dans 1.661 Hægt er að sjá tölfræði ÍSÍ yfir iðkendur [v+]http://www.isi.is/pages/umisi1/efnisveita/fraedslurit/tolfraedi/[v-]hérna[slod-]. Hægt er að sjá iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2009 [v+]http://www.isi.is/content/files/public/skjol/Rit/Tolfraedi/I%C3%B0kendur%202009.pdf[v-]hérna[slod-].