19 okt. 2010Í gærkvöldi kláraðist þriðja umferð Iceland Express-deildar karla með þremur leikjum. Eftir fyrstu þrjár umferðirnar er áhugavert að skoða tölfræðiþætti leikjanna á tölfræðivef KKÍ. Stigaskor: Andre Dabney, Hamar leiðir listann yfir skoruð stig að meðaltali. Andre er með 26.3 stig að meðaltali en næstir koma Ryan Amaroso, Snæfelli og Semaj Inge, Haukum með 24.7 stig að meðaltali. Stoðsendingar: Sævar Ingi Haraldsson, Haukum leiðir listann í gefnum stoðsendingum en hann hefur gefið 28 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjunum sem gerir 9.3 í leik að meðaltali. Pavel Ermolinskij, KR er næstur með 8.7 og Craig Schoen, KFÍ, er þriðji með 8.0 í leik. Fráköst: Gerald Robinson, Haukum hefur tekið samtals 48 fráköst sem gerir 16.0 á leik. Pavel Ermolinskij, KR, hefur tekið 13.3 fráköst og Ryan Pettinella, Grindavík hefur tekið 12.0 fráköst að meðaltali. Framlag: Framlagsjafna er notuð til að mæla framlag hvers leikmanns, en inn í hana eru teknir allir þættir svo sem hlutfall tekinna skota og þeim sem leikmenn hafa hitt, hversu oft bolta var náð og bolta tapað, fráköst og svo framvegis. Craig Schoen, KFÍ leiðir deildina í flestum framlagsstigum í leik en Craig er með 34.7 stig að meðaltali á leik. Næstur er Pavel Ermolinskij, KR, með 26.0 stig og Gerald Robinson, Haukum er með 25.7. Á topp tíu eru tveir aðrir íslendingar auk Pavels en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson, Fjölni, er í 6. sæti með 25.0 í framlag að meðaltali og Sævar Ingi Haraldsson, Haukum, er með 22.3 að meðaltali. Hægt er að skoða enn ítarlegri tölfræði og fleiri tölfræðiþætti á mótayfirliti KKÍ. á slóðinni [v+]http://www.kki.is/widgets_player_stats.asp?league_id=190&season_id=undefined[v-]kki.is/motayfirlit[slod-]