11 okt. 2010Dómaranámskeið verður haldið laugardaginn 16. október n.k. á Akureyri. Bæði er um bóklega og verklega kennslu að ræða. Bóklega kennslan verður kennt í félagsheimili Þórs að Hamri og verklega kennslan verður í íþróttahúsinu Síðuskóla. Laugardagur: 09.00-15.00 bóklegt og bóklegt próf 15.30-19.15 verklegt próf Vakin er athygli á því að dómaramenntun er hluti af fræðsluáætlun KKÍ sem er komin til framkvæmda. Dómaranámskeið er hluti af fyrsta þrepi fræðslustigans. Hér má sjá fræðsluáætlun [v+]http://www.kki.is/skjol/fraedslumal_thjalfaramenntun_april09.pdf[v-]KKÍ[slod-]. Konur eru hvattar til að mæta enda vantar fleiri kvendómara í hreyfinguna. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 14. október. Námskeiðið stendur öllum til boða og er að kostnaðarlausu. Skráning er á kki@kki.is og þarf að taka fram nafn, heimilisfang, kennitölu, síma, e-mail og félag.