8 okt. 2010Keppni í 1. deild karla fór af stað á miðvikudaginn með einum leik og í gær var einnig einn leikur á dagskránni. Í kvöld eru tveir leikir, Þór Þorlákshöfn tekur á móti Ármanni kl. 19.15 og Valur fær Þór Akureyri í heimsókn kl. 20.00. KKÍ fékk þjálfara og formann liðanna í 1. deildinni til að spá fyrir um komandi tímabil. Alls voru 20 manns með atkvæðarétt en 15 skiluðu sinni spá. Samkvæmt henni spá flestir því að Breiðablik endurheimti sæti sitt í efstu deild að ári. Skallagrím og Þór Akureyri er spáð í sama sæti sem jafnframt er síðasta sæti inni í úrslitakeppni 1. deildar karla þar sem fjögur lið leika um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í Iceland Express-deildinni árið 2011-2012. Gefin voru 10 stig fyrir efsta sæti og 1 fyrir neðsta sæti. Spáin 2010-2011 Hæsta gildi 150 · Lægsta gildi 15 1. Breiðablik 141 3. Valur 129 3. Þór Þorlákshöfn 123 4. Þor Akureyri 96 5. Skallagrímur 96 6. Fsu 77 7. Ármann 53 8. Laugdælir 44 -------------- 9. Höttur 39 10. Leiknir 27