7 okt. 2010Nú þegar 19 dagar eru í upphaf NBA-deildarinnar eru nokkur lið að leika æfingaleiki á Evróputúr NBA. LA Lakers léku gegn Minnisota Timberwolves í London fyrr í vikunni fyrir troðfullri O2 Arena-höll og nú í kvöld er komið að leik LA gegn núverandi meisturum Barcelona. Spánverjinn Pau Gasol, sem nú er meistari með LA Lakers, lék á sínum tíma með Barcelona, vann með þeim tvo Spánarmeistaratitla og verður því væntanlega fagnað vel í kvöld. Um 7.000 aðdáendur mættur til að mynda á æfingu liðsins á Spáni. Ólafur Rafnsson verður á leiknum fyrir hönd FIBA Europe og mun í leikslok afhenda Pau Gasol verðlaun fyrir að vera valinn besti evrópski leikmaðurinn á síðasta ári.