6 sep. 2010Yvan Mainini, forseti Franska körfuknattleikssambandsins, var kjörin einróma næsti forseti FIBA á Heimsþinginu í Tyrklandi og verður þar með sá ellefti í röðinni sem gegnir embættinu. Sá háttur hefur verið á að álfusamböndin fimm (Evrópa, Ameríka, Asía, Afríka og Eyjaálfa) hafa skipt með sér embættinu milli þinga sem haldin eru á fjögurra ára fresti. Yvan tekur við af Bob Elphinston sem er forseti Ástralska sambandsins. Yvan hefur gegn störfum innan FIBA meðal annars setið í aðalstjórn FIBA og var forseti FIBA Europe á árunum 1998-2001. Þá hefur hann sinnt störfum fyrir Ólympíunefnd Frakka. Þinginu lýkur formlega í dag en hægt er að skoða Fréttabréf frá hverjum degi þar sem ýmis málefni FIBA frá þinginu eru skýrð og ýmis annar fróðleikur. [v+]http://www.fiba.com/downloads/event/eng/2010/FWCM/reaching_out/FIBA_ReachingOut_Day01.pdf [v-]Dagur 1[slod-] [v+]http://www.fiba.com/downloads/event/eng/2010/FWCM/reaching_out/FIBA_ReachingOut_Day02.pdf [v-]Dagur 2[slod-] [v+]http://www.fiba.com/downloads/event/eng/2010/FWCM/reaching_out/FIBA_ReachingOut_Day03.pdf [v-]Dagur 3[slod-] [v+]http://www.fiba.com/downloads/event/eng/2010/FWCM/reaching_out/FIBA_ReachingOut_Day04.pdf [v-]Dagur 4[slod-]