5 sep. 2010Slóvenía byrjuðu leikinn feiki sterkt en Ástralía náði fyrst að skora þegar sex og hálf mínúta var liðin af fyrsta leikhluta en það var Joe Ingles samherji Jóns Arnórs hjá CB Granada sem skoraði þau stig. Þá höfðu Slóvenía skorað 12 stig í leikhlutanum. Staðan í hálfleik var 21 stig. Slóvenar áttu ekki í vandræðum eftir það í seinni hálfleiknum og unnu sanfærandi sigur 87:58. Tyrkir sigruðu Frakka svo 95:77 í síðari leik dagsins þar sem Tyrkir höfðu öll völd og eru komnir áfram í 8-liða úrslit taplausir. Fyrirfram mátti búast við spennandi leik en Frakkar vissulega í fjórða sæti síns riðils og Tyrkir efstir. Það verður því hörkuleikur Slóveníu og Tyrklands sem er framundan í 8-liða úrslitinum.