4 sep. 2010Nú er það ljóst að það verða Serbía og Spánn sem mætast í 8-liða úrslitunum en liðin unnu sína leiki í dag í 16-liða úrslitunum. Serbía sigraði nágranna sína Króatíu í frábærum leik þar sem allt var jafnt þegar 11 sekúndur voru eftir. Serbar skoruðu eftir innkast frá miðju og Króatía jafnaði með vítum þegar 6 sekúndur voru eftir. Serbía náði hraðaupphlaupi og þear ein sekúnda var eftir en þá fengu Serbar víti þar sem þeir settu fyrra og klikkuðu viljandi á því síðara og unnu því með einu stigi. Grikkir og Spánverjar áttust við í síðari leik dagsins. Eftir jafna fyrstu þrjá leikhlutanna þá tóku Spánverjar yfir. Grikkir söxuðu þó jafnt og þétt á 10 stiga forskot Spánverja sem þeir náðu þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Grikkir náðu muninum niður í fjögur stig þegar mínúta var eftir en Spánverjar voru seigari í lokin og höfðu sigur. Serbía 73:72 Króatía Spánn 80:72 Grikkland Á morgun mætast Slóvenía og Ástralía kl. 15.00 og svo Tyrkir og Frakkar kl. 18.00 í leik sem gæti orðið stórskemmtilegur. Tyrkir eru á heimavelli og hafa ekki tapað leik en Frakkarnir eru ótrúlegir og unnu meðal annars Spánverja í riðlakeppninni.