3 sep. 2010Á fjögurra ára fresti er haldið heimsþing FIBA þar sem öll aðildarfélög allra heimsálfanna fimm funda og er það haldið samhliða Heimsmeistaramótinu hverju sinni. Í dag hefst þingið í Istanbul og eru yfir 170 lönd af þeim 213 sem eru í FIBA sem senda fulltrúa á þingið. Um 400 einstaklingar sækja þingið, þar með taldir fulltrúar KKÍ þeir Hannes Jónsson formaður og Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri. Ólafur Rafnsson sækir einnig þingið sem forseti FIBA Europe. Á hverjum degi er gefið út fréttabréf þingsins sem inniheldur ýmsar fróðlegar greinar og uppýsingar og er hægt að kíkja á [v+]http://www.fiba.com/downloads/event/eng/2010/FWCM/reaching_out/FIBA_ReachingOut_Day01.pdf [v-]fyrsta tölublaðið hérna[slod-] en þar er meðal annars viðtal við Hannes um stöðu íslensk körfubolta og viðtal við Ólaf Rafnsson, forseta FIBA Europe, sem fjallar um EM í Litháen á næsta ári.