26 ágú. 2010Í dag lýkur fyrstu Ólympíuleikum unglinga eða „Youth Olympic Games“ í Singapore en eikarnir verða haldnir á fjórða hverju ári í framtíðinni. Á leikunum fór keppni í körfubolta fram á forminu FIBA 33 sem er stórskemmtileg útgáfa á leiknum og var keppni í körfu einn vinsælasti viðburðurinn á leikunum. Í FIBA 33 er keppt er með hefðubundu sniði 3-á-3. Keppt er í tveimur 5 mín. lotum og skotklukkan er aðeins 10 sekúndur í hverri sókn og eru tvö og þrjú stig fyrir körfurnar. Það lið sigrar sem fyrst nær 33 stigum eða er yfir þegar leiktímanum lýkur í lotu tvö. Keppt var utandyra á undirlagi frá Spourt Court sem íslendingar ættu vera að farnir að kannast við en víða á landinu komnir upp svona hágæða körfuboltavellir þar sem körfunar eru með dempara og plexiglerspjöldum. Þessa dagana er til dæmis verið að klára að setja upp einn slíkan við Ásgarð í Garðabæ. Það voru Serbar sem urðu fyrstu meistarar YOG með því að vinna nágranna sína Króata í úrslitaleik drengja eftir að hafa lagt sigurstranglegt lið Bandaríkjanna í undanúrslitunum en Kína sigraði lið Ástralíu í flokki stúlkna. Einnig er hægt er að sjá skemmtileg tilþrif frá keppninni [v+]http://www.fibatv.com/page/Video/0,,12805~1637219,00.html?tabb=highlights [v-]á vef FIBA TV hérna[slod-]. [v+]www.fiba.com/downloads/Rules/FIBA33_OfficialRules_1006.pdf [v-]Reglur FIBA 33 á .pdf[slod-]