21 ágú. 2010Úrslit sumardeildarinnar fóru fram í dag en leikið var á nýskýrðu Klambratúni. Það má segja að körfuboltaguðirnir hafa verið í góðu skapi í dag en frábært veður var á meðan úrslitin stóðu yfir. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Klambratúnið og horfðu á úrvals körfubolta og gæddu sér á íspinnum frá Kjörís. Átta lið tóku þátt og var leikið með útsláttarkeppni. Í úrslitum mættust þau lið sem unnu sína riðla Celtics úr A-riðli og Lituanica úr B-riðli. Í bráðskemmtilegum leik þar sem menn tóku fast en drengilega á fór svo að lokum að Lituanica vann 21-16 og fögnuðu liðsmenn og mikill fjöldi stuðningsmanna þeirra innilega. Sumardeildin er nýtt mót á vegum KKÍ en það er götuboltamót sem er búið að vera í gangi í allt sumar sem náði hámarki í dag. Að loknum átta liða úrslitum fór fram þriggja-stiga keppni. Hvert þeirra átta liða sem voru í úrslitum átti einn fulltrúa. Það var liðsmaður Lituanica sem fór með sigur úr býtum en það var Marek Avlas.
Sigurlið Lituanica 8-liða úrslit: Lituanica-Þristurinn 21-8 Tornado-Leiknir 21-14 Celtics-Team DC 21-16 Hvíti Riddarinn-Gullni Örninn 19-21 Undanúrslit: Lituanica-Tornado 21-14 Celtics-Gullni Örninn 21-9 Úrslit: Celtics-Lituanica 16-21 [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=6414[v-]Liðin sem léku til úrslita[slod-]