9 ágú. 2010Nú fer í hönd tími félagaskipta fyrir íslendinga milli liða og fyrir erlenda leikmenn. Félagaskiptablað fyrir leikmenn sem eru í íslenskum liðum nú þegar er að finna hérna á forsíðu KKÍ til vinstri í aðalvalmynd. Innlend félagskipti: Fylla þarf það samviskusamlega út og því þarf að fylgja undirskrift forráðamanns fyrra liðs sem samþykkir brottför. Mikilvægt er einnig að tilgreina hvernig greiða á fyrir félagaskiptin. Sé millifært í banka þarf að senda kvittun á netfangið kki@kki.is en sé skuldfært á liðið sem gengið er í þarf forráðamaður þess liðs að samþykkja það með undirskrift á blaðið. Að öðru leiti er ekki hægt að ganga frá félagaskiptum leikmanna. Erlendir leikmenn: Umsóknarblöð fyrir erlenda leikmenn og leiðbeiningar er að finna á síðunni undir www.kki.is/erlendir.asp. Þar er skýrt hvað þarf að fylla út en það fer eftir því hvaðan leikmenn eru að koma. Við minnum á að fylla þarf út FIBA-umsóknir að nýju fyrir þá erlendu leikmenn sem leika áfram með sama liði og í fyrra þar sem keppnisleyfin gilda í eitt ár í einu. Ef minnstu spurningar vakna er hægt að hafa samband við skrifstofu KKÍ í síma 514-4100 eða á netfangið kristinn@kki.is Hægt er að sjá lista yfir félagaskipti [v+]http://kki.is/skjol/felagaskipti2010-2011.pdf [v-]hérna í PDF skjali[slod-].