5 ágú. 2010Í sumar hefur veðurblíðan leikið við landsmenn og Sumardeildin hefur tekist frábærlega og einróma álit þeirra sem taka þátt hversu skemmtilegt sé að spila götubolta og taka þátt í deildinni. Ekki skemmir fyrir þær frábæru aðstæður sem víða eru fyrir hendi til að spila götubolta þar sem vellir með góðum körfum með glerspjöldum og sér undirlagi eru sérstaklega vinsælir leikstaðir. Í gær fór að minnsta kosti fram tveir leikir þegar Leiknir og Hvíti Riddarinn léku á körfuboltavellinum við Rimaskóla. Leikar fóru 22-20 fyrir Riddurunum í fyrri leiknum og Leiknir sigraði síðari leikinn 21-18. Úrslit leikja er hægt að sjá í mótayfirliti KKÍ eða með því að smella hér til hægri á "Úrslit og staða" og velja Sumardeildina. Staðan í riðlunum: 10 leikir eru á hvert lið í A-riðli og 12 á lið í B-riðli. A-riðill: 1. Celtics 5/0 · 10 stig 2. Tornado 4/2 · 8 stig 3. Thristurinn 4/3 · 8 stig 4. Gullni Örninn 3/2 · 6 stig 5. Balls on Fire 0/4 · 0 stig 6. Diplomat 0/5 · 0 stig B-riðill: 1. Lituanica 7/0 · 14 stig 2. Hvíti Riddarinn 6/3 · 12 stig 3. Leiknir 5/1 · 10 stig 4. Team DC 4/3 · 8 stig 5. Ravens 1/8 · 2 stig 6. No Name 1/5 · 2 stig 7. Guðrun 0/4 · 0 stig