3 ágú. 2010Hið margumtalaða Vuvuzela hljóðfæri virðist eiga í fá hús að vernda en FIBA hefur ákveðið að banna hljóðfærið á komandi Heimsmeistaramóti í Tyrklandi sem hefst í lok mánaðarins af heilsufarsástæðum. Flautað verður til leiks eftir 25 daga. FIBA er fyrsta alheimssambandið sem bannar lúðurinn á mótum á sínum vegum. Bannið nær einnig til þokulúðra eða annara svipaðra lúðra, sem geta í lokuðu rými eins og körfuknattleikshöll, magnast upp og valdið heyrnarskaða áhorfenda fyrir utan truflun á samskiptum leikmanna, þjálfara og ekki síst dómara sem allt gæti komið niður á leiknum. HM 2010 er verður væntanlega stærsti körfuknattleiksviðburður sögunnar og búist er við um 350.000 manns á leiki keppninnar á fjórum keppnisstöðum mótsins frá 28. ágúst til 12. september fyrir utan alla þá sem horfa á leikina á netinu og í sjónvarpinu. 24 lið taka þátt í mótinu, þar með taldir núverandi meistarar spánverja auk Ólympíumeistaranna frá Bandaríkjunum. 288 leikmenn skipa liðin sem leika 80 leiki á mótinu. Sjö lið hafa hampað titlinum í gegnum tíðina. Sovétríkin og Júgóslavía hin sálugu ásamt Bandaríkjunum leiða listann með þrjá titla hvert. Það lið sem svo sigrar á mótinu fær sjálfkrafa sæti á Ólympíuleikunum í London 2012. Vefsíða HM2010: [v+]http://turkey2010.fiba.com/eng [v-]turkey2010.fiba.com[slod-]