22 júl. 2010Í dag hófst Evrópumeistaramót U18 ára landsliða en leikið er í A-deild í Vilnius, Litháen og í B-deild í Tel Aviv, Ísrael að þessu sinni. Lið Svía er eina norðurlandaliðið í A-deild á mótinu en Finnar og Danir eru í B-deild. Ísland lék gegn öllum þessum liðum á NM núna í maí og léku íslensku strákarnir um þriðja sætið gegn Finnunum sem tapaðist með einu stigi. Hægt er að fylgjast með beinni tölfræði á netinu á heimasíðu mótsins fyrir báðar deildir á slóðinni [v+]http://www.fibaeurope-u18men.com/en/ [v-]www.fibaeurope-u18men.com[slod-]. Nú er einnig í gangi EM U20 ára liða kvenna og hægt er að horfa á leiki í mótinu beint á netinu hér á síðu kki.is undir [v+]http://www.kki.is/fibaeuropetv.asp [v-]www.kki.is/fibaeuropetv.asp[slod-] og einnig á netsjónvarpssíðu FIBA, [v+]http://www.fibatv.premiumtv.co.uk/page/fibaeuropeHome/0,,12805,00.html [v-]www.fibatv.com[slod-]. Móti U20 karla er nýlokið en þar voru það Frakkar sem sigruðu Grikki í úrslitaleik.