14 jún. 2010Úrvalsbúðir KKÍ voru haldnar dagana 5.-6. júní en þetta var 10. árið sem slíkar búðir voru haldnar. Úrvalsbúðir eru fyrir 11-13 ára krakka og fá að jafnaði í kringum 550 krakka bréf frá KKÍ um að mæta í þessar búðir. Þessi sami hópur kemur svo aftur saman í ágúst. Úrvalsbúðir drengja voru í Dalhúsum í Grafarvogi en úrvalsbúðir stúlkna voru á Ásvöllum í Hafnarfirði. KKÍ lét útbúa tvö stutt myndbönd frá búðunum sem sýnir allt fjörið sem og viðtöl við þátttakendur og þjálfara í búðunum. Andri Kristinsson hjá Leikbrotum sá um að taka upp myndböndin fyrir KKÍ og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. [v+]http://www.youtube.com/watch?v=Dabb0atALbo[v-]Úrvalsbúðir stúlkna[slod-] [v+]http://www.youtube.com/watch?v=IwAoZ-zj4v0[v-]Úrvalsbúðir drengja[slod-]