12 jún. 2010Stelpurnar fengu að sofa út og mættu eldhressar í fyrsta leiki dagsins á móti Noregi. Stelpurnar spiluðu massíva maður á mann vörn og stóðu sig gríðarlega vel og pökkuðu vel í vörn með góðri hjálparvörn og uppskáru góðan sigur í staðinn, lokatölur 58:24 Nánast allar komu á blað og vel skipt inn á til að halda leikmönnunum ferskum. Stigahæstu leikmenn Íslands voru: Sara Rún Hinriksdóttir 12 stig Thelma Hrund Tryggvadóttir 10 stig Ingunn Embla Kristínardóttir 8 stig Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7 stig Lovísa Björt Henningsdóttir 6 stig Sóllilja Bjarnadóttir 4 stig Birta Árnadóttir 4 stig Sandra Þrastardóttir 2 stig Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2 stig Sara Diljá Sigurðardóttir 2 stig Aníta Kristmundsdóttir 1 stig Seinni leikur dagsins var á móti danska liðinu en íslensku stelpurnar virtust þreyttar þrátt fyrir að hafa undirbúið sig vel en þetta eru hörku leikir og þær búnar að spila fjóra leiki á einum sólarhring. Engu að síður stóðu stúlkurnar sig vel eftir að hafa misst þær dönsku vel fram úr sér eða í 23 stiga mun en það var of stór biti að ná þeim aftur og enduðu leikar með 12 stiga mun dönum í vil en leikurinn fór 48:60 Stigahæstu leikmenn Íslands voru: Ingunn Embla 15 stig Sandra 11 stig Guðlaug Björt 8 stig Sara Rún 7 stig Aníta 3 stig Hallveig 2 stig Birta 2 stig [v+]http://www.cph-invitational.dk/kollage/menu/4/matchprogram[v-]Hér[slod-] er hægt að sjá dagskrá sunnudagsins.