2 jún. 2010Pau Gasol, leikmaður LA Lakers og spænska landsliðsins, hefur tilkynnt að hann muni ekki leika með landsliðinu á HM í haust sem fram fer í Tyrklandi. Nú þegar Lakers komust í úrslit þriðja árið í röð varð ljóst að það yrði erfitt fyrir Pau að klæðast landsliðstreyunni á komandi móti. Spánn er í D-riðli á HM og leikur gegn Frakklandi, Litháen, Nýja Sjálandi, Kanada og Líbanon. Á þessu árið voru það tvenn vöðvameiðsli sem hrjáðu Pau, sem voru hans fyrstu meiðsli á ferlinum, en hann kennir gríðarlegu álagi um. Pau Gasol, sem verður þrítugur þann 6. júlí næstkomandi, hefur síðustu ár keppt löng tímabil auk úrslita í NBA og svo hafa strembin landsliðsverkefni tekið að þeim loknum eins og Ólympíuleikar, EM og HM þannig að það hefur verið lítið um frí til að hlaða batteríin. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 2006 sem hann verður ekki til taks fyrir landslið sitt. Gasol er þó ekki hættur með landsliðinu fyrir fullt og heldur vonar hann að snúa aftur og leika fyrir Spán fljótlega. Gasol var kjörin besti leikmaðurinn á HM 2006 og á EM 2009