13 maí 2010Strákarnir í U16 ára liðinu voru að ljúka sínum öðrum leik í dag en þeir voru rétt í þessu að Finna. Ísland byrjaði leikin frábærlega og voru grimmir og ákveðnir, sem skóp þem meðal annars 20:4 forystu. Eftir það tók við smá kafli þar sem óagaður sóknarleikur hleypti Finnum inni í leikin en þeir minnkuðu munin í nokkur stig. Ísland tók við sér og náði aftur tök á leiknum. Staðan í hálfleik var 38:26 fyrir Ísland. Stefán Karel var komin með 8 stig og 10 fráköst og Emil Karel 9 stig og 5 fráköst. Martin og Valur voru með 5 stig hvor. í Upphafi seinnihálfleiks var jafnræði með liðunum en Íslensku stákarnir tóku þó fljótlega öll völd og keyrðu áfram á góðri vörn og sóttu á körfuna. Fljótlega var aldrei spurning hvernig leikurinn færi en í lokin var staðan orðin 74:47, 27 stiga sigur og U16 drengja komið með tvo sigra. Stigahæstir í dag voru Matthías Sigurðsson sem var með 13 stig, Emil Karel var með 11 og 8 fráköst og fjórir aðrir voru með 8 stig eða meira, þeir Stefán, Valur Orri, Maciej og Sigurður Dagur. Eftir eru erfiðistu liðin, Danska liðið er mjög sterkt í þessum árgangi og hefur tvo stráka sem eru 2.11 og 2.10 cm og það verður verkefni fyrir stóru mennina okkar að eiga við þá. Hægt er að sjá myndir [v+]http://karfan.is/myndir/myndir/id/430 [v-]úr leiknum hérna[slod-]. Myndbrot úr leiknum: [v+]http://karfan.is/karfantv/index/video/198 [v-]U16 gegn Finnum[slod-]