13 maí 2010Fyrsti sigur Íslands leit dagsins ljós hérna í Solna í morgun þegar U16 ára lið drengja sigraði Norðmenn örugglega 88:62. Martin Hermannsson var frábær í dag, byrjaði á þrist strax í fyrsta skoti leiksins og endaði með 5 af 8 fyrir utan þriggjastiga línuna, 6 fráköst og 23 stig samtals. Sigurður Dagur Sturluson kom sterkur inn og var með 3 af 5 í þriggja og 3 körfur af 6 skotum innan teigs, endaði með 16 stig. Íslenska liðið lék vel og allir lögðu sitt af mörkum, Einar Árni rúllaði mannskapnum vel og allir tóku þátt. Síðar í dag er svo erfiðari leikur en þá leika þeir gegn Finnum. Nú er leikur U16 stúlkna að hefjast en þær leika einnig gegn Norðmönnum. Hægt er að sjá myndir [v+]http://www.hivenet.is/kiddigeir/kki [v-]af öllum leikmönnum U16 ára liða drengja og stúlkna hérna[slod-]. Myndbrot úr leiknum: [v+]http://karfan.is/karfantv/index/video/194 [v-]U16 gegn Norðmönnum[slod-]