10 maí 2010Í gær æfðu öll liðin sem fara á NM í ár í Grafarvoginum. U18 ára lið kvenna var með fyrstu æfinguna um morguninn og eftir hana léku U16 og U18 ára lið karla æfingaleik. Síðan léku U16 og U18 ára lið kvenna æfingaleik sín á milli og U18 ára lið karla endaði svo daginn með æfingu. Það var ekki að sjá annað en að allir séu tilbúnir í slaginn og ástandið á leikmönnum mjög gott og allir tilbúnir að gera sitt besta á mótinu. U18 ára liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: 4 Guðbjörg Sverrisdóttir · Hamar 5 Rannveig Ólafsdóttir · Haukar 6 Heiðrún Kristmundsdóttir · KR 7 Bergdís Ragnarsdóttir · Fjölnir 8 Árný Sif Gestsdóttir · Keflavík 9 Sigrún Albertsdóttir · Keflavík 10 Telma Lind Ásgeirsdóttir · Keflavík 11 Björg Guðrún Einarsdóttir · Snæfell 12 Auður Íris Ólafsdóttir · Haukar 13 Dagbjört Samúelsdóttir · Haukar 14 Sara Mjöll Magnúsdóttir · Snæfell 15 Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir · Snæfell Þjálfari: Margrét Sturlaugsdóttir Leikjaplan U18 kvenna í riðlakeppninni Stelpurnar eiga leik strax seinnipartinn á komudegi til Svíþjóðar. Þær leika svo einn leik daginn eftir á fimmtudag. Á föstudeginum eru hinsvegar tveir leikir á dagskránni, fyrst gegn norðmönnum og svo gegn dönum. Miðvikudagur 12. maí U18KV 17:00 Finnland - Ísland Fimmtudagur 13. maí U18KV 16:30 Ísland - Svíþjóð Föstudagur 14. maí U18KV 09:00 Ísland - Noregur U18KV 17:00 Danmörk - Ísland
Efri röð frá vinstri: Margrét, Sigrún, Hrafnhildur Sif, Sara Mjöll, Bergdís, Guðbjörg og Dagbjört. Neðri röð frá vinstri: Auður Írís, Árný, Heiðrún, Rannveig, Björg Guðrún og Telma Lind